Lækkun hlutabréfa á markaði í Evrópu í dag er sú mesta í tvær vikur. ASML Holding í Amsterdam lækkaði í kjölfar lækkunar á afkomuspá bandaríska fyrirtækisins National Semiconductor. Lækkun Heidelberger Druck í Þýskalandi er sú mesta í tíu ár en lækkunin fylgdi yfirlýsingu um minni hagnað en reiknað var með á síðasta ári.

FTSE í London lækkaði um 2,7%, DAX í Þýskalandi lækkaði um 3,5% og CAC í Frakklandi um tæp 4%. IBEX á Spáni lækkaði um 5,2%