Hlutabréf í Asíu lækkuðu samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni sem lækkaði um 0,9%. Það var markaðurinn í Tókýó sem dró vísitöluna niður, en Nikkei lækkaði um 1%. Hong Kong lækkaði hins vegar óverulega og hlutabréf í Sjanghæ hækkuðu um 1,5%.

Hlutabréf í Ástralíu lækkuðu um 0,2% og þar var lækkun Rio Tinto áberandi, en félagið lækkaði um 14%. MarketWatch segir fjárfesta hafa óttast að námafyrirtækið mundi þurfa að auka hlutafé til að laga efnahagsreikninginn og minnka skuldsetningu.