Hækkun varð á mörkuðum Evrópu í lok dags eftir að olíuverð lækkaði vegna fregna af birgðastöðu Bandaríkjanna.

FTSeurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7% í dag.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0.4%, í Amsterdam stóð AEX vísitalan í stað og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1,2%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,3% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,3%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,3%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,2% og í Noregi lækkaði OBX vísitalan um 2,0%.