Lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poors á lánshæfismati ríkissjóðs mun ekki hafa áhrif á lánshæfismat Gltinis, segir í tilkynningu frá matsfyrirtækinu, en bankinn er eini íslenski bankinn með lánshæfismat frá S&P.

Standard & Poors greindi í dag frá ákvörðun sinni um að lækka lánshæfismat íslenska ríkisins fyrir erlendar skuldbindingar í A+ úr AA-, og hið sama gildir um Landsvirkjun og Íbúðalánasjóð.

Glitnir fékk lánshæfismat frá Standard & Poors fyrr á þessu ári og var úthlutað  A-mínus lánshæfiseinkunn.