Lækkun hlutabréfa á markaði í Asíu í dag er sú mesta í tvo mánuði. Lækkunin tengist áhyggjum af slæmri lausafjárstöðu Citigroup Inc. sem afleyðingu af vandræðum á bandaríska fasteignalánamarkaðinum.

Mitsubishi UFJ Financial Group Inc., sem er stærsti banki í Japan, féll un 6% og lækkunin á DBS Group Holdings Ltd., í Singapúr, er sú mesta í 10 vikur.

Útflutningsfyrirtæki eins og Toyota Motor Corp. og Hon Hai Precision Industry Co. lækkuð einnig þegar í ljós kom að einkaneysla í Bandaríkjunum er minni en búist hafði verið við.