Lloyds bankasamsteypan sagði í dag upp 4.500 starfsmönnum.  Bankinn hefur því sagt upp 20.000 starfsmönnum síðustu tvö árin.

Verkalýðsfélög starfsmanna eru afar ósátt við þessar uppsagnir og benda á að bankinn, sem var bjargað af breskum  skattgreiðendum, sé að færa störf frá Bretlandseyjum á sama tíma gríðarleg fækkun eigi sér stað heima fyrir.

Breska ríkið á 41% hlut í Lloyds Banking Group.