Lloyds hefur selt hluta af tryggingararmi sínum í Þýskalandi. Kaupverðið er um 300 milljónir evra sem er um helmingi minna en bankinn hafði vonast til þess að fá. Með þessu lýkur löngu söluferli.

Lloyds eignaðist Heidelberger árið 2008. Forstjóri bankans sagði að meðal ástæðna fyrir sölunni er að Heidelberger er ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans.

Lloyds mun halda áfram að selja líftryggingar til Þjóðverja í gegnum Clerical Medical en salan á Heidelberger Leben hefur ekki áhrif á það.

Hlutabréf bankans hafa hækkað um meira en 50% á þessu ári í um 74 pense á hlut. Ríkisstjórn Bretlands hefur gefið út að 61 pense á hlut sé verðið sem þeir gætu selt sín bréf á til þess að koma út á sléttu. Markaðsaðilar gruna að 5 milljarða hlutur ríkisins muni brátt verða seldur.