Lloyds hefur dregið tilbaka bónusgreiðslur til 10 stjórnenda og er þar með fyrsti breski bankinn sem krefst endurgreiðslu bónusgreiðslna. Fjárhagslega afkoma var undir væntingum en samtals nema bónusgreiðslurnar um tveimur milljónum punda. Þetta kemur fram á vef BBC.

Meðal þeirra sem þurfa að endurgreiða bónusa er Erin Daniels, fyrrverandi forstjóri Lloyds en hann þar líklega að greiða um 40 til 50% af bónusgreiðslu sinni sem nam 1,45 milljónum punda eða um 600 til 700 þúsund pund.