LME eignarhaldsfélag ehf. hefur aukið hlut sinn í félaginu upp í 32,16% en áður átti félagið 25,37%. Þetta kemur fram í tilkynningu Stork til hollensku kauphallarinnar.

LME eignarhaldsfélag ehf. er í eigu Eyrir Invest, Landsbanka Íslands og Marel Food Systems. LME er í dag stærsti einstaki hluthafinn í Stork N.V. Í tilkynningu frá Eyri fyrir skömmu kom fram að þeir sjá rými fyrir mikla verðmætasköpun með því að styðja við undirliggjandi rekstur félaga í eigu Stork N.V. og áframhaldandi vöxt þeirra og alþjóðavæðingu, í samræmi við fjárfestingarstefnu okkar.

Eyrir Invest hefur skilgreint fjárfestingu í Stork N.V., sem félagið hefur fjárfest í gegnum LME eignarhaldsfélag, sem kjölfestufjárfestingu á sama hátt og félagið skilgreinir eign sína í Marel Food Systems og Össuri. Eyrir Invest á LME ásamt Landsbanka Íslands og Marel Food Systems og nemur hlutur Eyris Invest í LME 40%.