Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur gefið út smáforritin Gea Norvegica og Magma Geopark í samstarfi við jarðvanga í Noregi. Smáforritin eru sett upp í Creator CMS kerfi Locatify sem gerir notendum kleift að setja upp sín eigin leiðsögu- og ratleikjaforrit á einfaldan hátt.

Locatify hefur áður gefið út leiðsagnaforritið SmartGuide North Atlantic sem m.a. hefur verið notað til að setja upp leiðsagnir víða um Ísland og á Norðurlöndunum. Þá hefur fyrirtækið gefið út ratleikjaforritið TurfHunt sem hefur verið notað til að setja upp ratleiki m.a. fyrir skóla og starfsmannafélög þar sem leikendur keppa utandyra til sigurs.