Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði á íbúafundi með bæjarbúum að íbúafjöldi sé farinn að aukast og fjöldi úthlutaðra lóða hafi ekki verið meiri í áraraðir.

Á fundinum var farið yfir fjármál bæjarins og sagt frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2017 - 2020 að því er fram kemur í frétt á heimasíðu bæjarins.

Tæplega milljón króna aukning framlegðar

„Í máli Kjartans kom fram að framlegð samstæðu hafi aukist úr 2.591.231 árið 2014 í 3.429.629 árið 2015 og útkomuspá geri ráð fyrir að framlegðin árið 2016 verði 3.740.932 krónur,“ segir í fréttinni

Samkvæmt samkomulag bæjarins við innanríkisráðherra er stefnt að því að heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs verði ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Farið var yfir nokkrar endurbætur á eldri húsum, uppbyggingu á tjaldsvæði og ýmislegt annað sem og úthlutun lóða og uppbyggingu nýrra hverfa.

Uppgangur í bænum

„Frekari uppbygging verður á framtíðarútivistarsvæðinu ofan byggðar í Ytri-Njarðvík, sk. Njarðvíkurskógum,“ segir í fréttinni um það sem er á döfinni.

„Þess má geta að 49 ljóðum var úthlutað árið 2016. Flestar þeirra voru undir atvinnuhúsnæði við Flugvelli eða 19, en 17 einbýlishúsalóðum var úthlutað, 8 raðhúsalóðum og 5 parhúsalóðum.

Viðlíkum fjölda lóða hefur ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun, svo nokkur uppgangur er í bænum. Það sýnir ekki síður mikil fjölgun íbúa á árinu, sem jókst um rúmlega 1100 á árinu 2016.“