Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að leyfilegur hámarksafli á loðnuvertíðinni 2011/2012 verði ákveðinn 765 þúsund tonn, að meðtöldum þeim afla sem búið var að veiða þegar mælingar fóru fram. ,,Ekki er nákvæmlega ljóst hver hlutur Íslendinga verður í heildarkvótanum en mér sýnist að um 590 þúsund tonn séu ekki fjarri lagi. Til samanburðar má nefna að aflinn á síðustu vertíð var 322 þúsund tonn,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir. Hann áætlar að útflutningsverðmæti loðnunnar gæti orðið um 30 milljarðar króna ef allt gengur eftir. ,,