Hlutdeild í hagvexti
Hlutdeild í hagvexti
© vb.is (vb.is)

Hægt er stækka myndina með því að smella á hana.

Mikil loðnuveiði á fyrsta ársfjórðungi 2011 skýrir 2,0% aukningu á landsframleiðslu milli fjórða ársfjórðungs 2010 og fyrsta ársfjórðungs 2011 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum eru oft miklar birgðir á sjávarafurðum á fyrsta ársfjórðungi. Þá var lítilsháttar aukning í framleiðslu á áli sem skýrir hluta hagvaxtar. Birgðaaukningar skýra aukningu þjóðarútgjalda um 5,1%.

Einkaneysla dróst saman um 1,6% og fjárfesting um 6,8%. Samneysla jókst hins vegar um 0,1%. Útflutningur dróst saman um 8,2% og innflutningur um 4,1% á sama tímabili