Loðnuvertíðin gæti skilað um 19 milljörðum króna í útflutningsverðmæti takist að veiða þau 317 þúsund tonn sem er kvóti íslenskra skipa í loðnu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum .

Nú er hrognavinnslan komin í gang en hrognin eru langverðmætasta loðnuafurðin. Nægur kvóti er eftir til að framleiða um 12 þúsund tonn af hrognum. Spurning er hvort markaðir taki við því magni ásamt því sem Norðmenn geta framleitt af hrognum.

Nánar er fjallað um loðnuvertíðina í úttekt Fiskifrétta í dag. Blaðið má nálgast hér að ofan undir Tölublöð.