Svo margir máttu ekki til þess hugsa, að einhver annar fengi launahækkun, að Björn Zoëga forstjóri Landspítalans ákvað að afþakka eina slíka. Um mál þetta hafa fjölmiðlar mjög fjallað.

En það er líka fróðlegt að sjá hvernig einstakir miðlar hafa fjallað um málið eftir að það kom upp hinn 6. september. Morgunblaðið hefur sagt flestar fréttir af því, en Ríkisútvarpið næstflestar. Þegar hins vegar er haft í huga hvað RÚV segir margfalt færri fréttir en Moggi má segja að RÚV sé sigurvegarinn. Svona hlutfallslega og miðað við höfðatölu.

Það er heldur ekki óvanalegt, RÚV hefur löngum sinnt vinnumarkaðsfréttum vel og sérstaklega ef þær varða opinbera starfsmenn.

Tölfræði fjölmiðla, Landspítalinn.
Tölfræði fjölmiðla, Landspítalinn.