Mjög hefur dregið úr fasteignaviðskiptum í Noregi á síðastliðnum tólf mánuðum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Tine Dahl, fasteignasala hjá DNB Eiendom í Osló, að viðskiptavinir séu nú helmingi færri en fyrir ári. Hún segist hafa greint breytingu á fasteignamarkaði í ágúst og september.

Bloomberg rifjar upp að Robert J. Shiller, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla og einn þeirra þriggja sem hlutu Nóbelsverðlaun í hagfræði í ár fyrir brautryðjendastarf sitt við að koma auga á leitni á eignamörkuðum, hafi í fyrra sagst greina bólu á norska fasteignamarkaðnum.

Bloomberg rifjar upp að fasteignaverð í Noregi hafi hækkað um 100% á tíu árum í skugga lágra stýrivaxta og auðsöfnunar Norðmanna.