*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 19. september 2017 14:20

Loftleiðir semja um leiguverkefni á Samóa

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Iceland, hefur gert samning um leigu á þotu til Polynesian Airlines á Samóa eyjum.

Ritstjórn
Gunnhildur Lind Photography

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur gert samning um leigu á einni Boeing 737-800 þotu til Polynesean Airlines á Samóa eyjum frá og með nóvember í vetur. Þotan sem leigð verður til Polynesean Airlines kemur úr flota ítalska flugfélagsins Neos sem leggur einnig til áhafnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Nýlega var tilkynnt um samning Loftleiða Icelandic við endurskipulagningu TACV Cabo Verde Airlines og ríkisstjórn Grænhöfðaeyja um samstarf við flugfélagsins TACV Cabo Verde Airlines.

Þá var nýlega tilkynnt um samning Loftleiða Icelandic og Icelandair við Latin American Wings um leigu á einni Boeing 757-200 í vetur. Fallið hefur verið frá því verkefni. 

Stikkorð: samningur Loftleiðir Samóa