Fyrirtækið Loftorka í Borgarnesi hefur hafið sölu og afhendingu forsteyptra eininga á erlendan markað. Fyrsta sendingin var afgreidd frá verksmiðju fyrirtækisins að Engjaási, Borgarnesi í gær.

Í henni voru 400 mm þykkar forspenntar holplötur en þessi gerð platna er gjarnan notuð í milliloft í stærri byggingum. Það má því segja að þetta marki upphaf útflutnings forsteyptra eininga hjá fyrirtækinu.

Loftorka Borgarnesi ehf. er alhliða verktakafyrirtæki á sviði byggingamannvirkja og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu, steinsteyptum einingum til húsbygginga og steinrör í holræsi. Fyrirtækið var stofnað 16. mars 1962.