Loftorka í Borgarnesi hefur nýlokið við forsteypt undirgöng við Hlíðarfót í nágrenni Öskjuhlíðar í Reykjavík.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns en verkefnið er hluti af framkvæmdum sem meðal annars tengjast komu Háskólans í Reykjavík á svæðið.

Undirgöngin eru 35 metra löng, 2,7 metrar á hæð og fjórir metrar á breidd að innanmáli.  Forsteyptar stokkeiningar voru framleiddar í verksmiðju Loftorku í Borgarnesi, tólf stokkeiningar sem eru um 27 tonn hver og tvær minni endaeiningar.

Einingarnar voru síðan fluttar til Reykjavíkur þar sem þeim var raðað saman. Vinnan við að setja göngin saman og stilla af tók einungis þrjá daga, sem er væntanlega met í undirgöngum af þessari stærð, að sögn Óla Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra Loftorku.

Sjá nánar á vef Skessuhorns.