Fyrir nokkru var framleiðslugeta á holplötum hjá Loftorku tvöfölduð með því að setja upp nýtt borð í verksmiðjunni í Borgarnesi. Í frétt á vef félagsins kemur fram að aukin framleiðslugeta kemur til með að stytta afgreiðslutíma verulega og auka þannig þjónustu við byggingaraðila.

Holplötur eru forsteyptar og forspenntar loftaplötur sem henta vel í bilakjallara og stærri byggingar.

Holrými holplatna sem ganga í gegnum þær endilangar gera þær léttari og hagkvæmari í meðförum í samanburði við gegnheila plötu. Holplötur henta í flestar gerðir bygginga, einkum í þak- eða gólffleti. Holplötur henta einnig vel í veggi í iðnaðarhúsum, vöruhúsum og stærri byggingum.