Loftur Árnason, sem unnið hefur hjá Ístaki og Pihl & Søn í nær 41 ár og síðustu 7 ár sem framkvæmdastjóri Ístaks, lætur af störfum um næstkomandi áramót að eigin ósk. Hann tekur þá að sér formennsku í stjórn Ístaks.

Við framkvæmdastjórastöðunni tekur Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræðingur, núverandi aðstoðarframkvæmdstjóri. Hann hefur unnið hjá Ístaki s.l. 12 ár á Íslandi og erlendis að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra tekur Hermann Sigurðsson, verkfræðingur, sem hóf störf hjá Ístaki árið 1974 sem verkamaður síðan sem verkfræðingur frá 1981 hjá Ístaki og erlendis hjá Pihl & Søn .