*

föstudagur, 28. janúar 2022
Fólk 1. júní 2018 16:55

Loftur Már til Orku heimilanna

Orka heimilanna hefur fengið Loft Má Sigurðsson til liðs við sig frá OR og Orku náttúrunnar þar sem hann seldi rafmagn.

Ritstjórn
Loftur Már Sigurðsson starfaði áður hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar við sölu rafmagns og ráðgjöf.
Aðsend mynd

Loftur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur rafmagnsmála hjá Orku heimilanna. Loftur starfaði áður hjá Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hann annaðist aðalega sölu á rafmagni og ráðgjöf til viðskiptavina.

Loftur hefur mikla reynslu af raforkumarkaðs- og raforkusölumálum og mun sjá um raforkusölu og samskipti við byrgja hjá Orku heimilanna. 

Orka heimilanna er nýtt raforkusölufyrirtæki sem hóf starfsemi í mars og leggur sérstaka áherslu á að selja einstaklingum og smærri fyrirtækum rafmagn.

Markiðið með starfseminni er að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði sem muni koma neytendum til góða.