Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem lög verða sett á verkfallflugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Þetta tilkynnti Áslaug eftir ríkisstjórnarfund í morgun að því er Vísir greinir frá.

Lítið hefur þokast í kjaradeilu flugvirkjanna við ríkið. Engin þyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni og tvo sólarhringa mun taka flugvirkja að gera þyrlu flughæfa.

Þá sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgælsunnar, í morgun að ekki hafi allir þeir flugvirkjar sem Landhelgisgæslan telji að eiga að vinna skilað sér til vinnu. Því taki lengri tíma en ella að koma þyrlu í fluglhæft ástand.