Ítölsk lög sem banna Ítölum að eiga í viðskiptum við veðmangara sem ekki hafa leyfi sem eru veitt af ítölskum yfirvöldum, eru ólögleg samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins í gær. Niðurstaða dómstólsins er mikill sigur fyrir erlend fyrirtæki sem starfrækja fjárhættuspil í hinum 27 ríkjum Evrópusambandsins. Að sama skapi er þetta ósigur fyrir lönd eins og Frakkland og Holland sem hafa leitast eftir því að reyna hindra starfsemi fjárhættuspila.