*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 28. maí 2013 18:12

Lög um lífeyrissjóði veita ekki nægt aðhald

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME segir að aðhald með lífeyrissjóðunum væri meira ef sjóðfélagar gætu skipt um sjóð.

Ritstjórn

Löggjöfin sem gildir um lífeyrissjóðina veitir þeim ekki jafn mikið aðhald og öryggi og önnur löggjöf fyrir fjármálamarkaðinn gerir, að mati Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Í ræðu sinni á ársfundi FME í dag sagðist hún m.a. eiga við um áhættustýringu, hæfiskröfur til æðstu stjórnenda og skort á viðurlögum ef út af er brugðið.

„Þá er ekki um að ræða það markaðsaðhald frá viðskiptavinum sem fengist með því að sjóðfélagar gætu skipt um sjóð ef þeir svo kysu,“ sagði Unnur.