Innanríkisráðherra mun leggja fram frumvarp á alþingi, líklegast á morgun, þar sem lagt er til að verkfall flugvirkja Icelandair verði stöðvað. Alþingi hefur verið kallað saman og kemur til fundar á morgun.

Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði í umræðum um frumvarp til laga á vinnustöðvun flugmanna, að ef til frekari verkfalla kæmi yrðu ekki sett bráðabirgðalög.

Vegna orða innanríkisráðherra þarf alþingi  að koma saman til að ákveða hvort verkfall flugvirkja verði stöðvað.