Ríkissjóður greiðir hæstu opinberu gjöldin á þessu ári eða rúma 9,2 milljarða króna. Á eftir koma Arion banki, GLB Holding, þrotabú Glitnis, Íslandsbanki og Reykjavíkurborg. Aðrir stórir greiðendur eru fjármálafyrirtæki og útgerðir.

Í skattgrunnskrá Ríkisskattstjóra kemur fram að fjöldi lögaðila eru 37.842 talsins og sættu alls 11.299 lögaðilar áætlun eða 29,86% af skattgrunnskrá. Það er fækkun um 501 á milli ára. Heildarálagning á lögaðila nemur rúmum 121,3 milljörðum króna í ár en í fyrra nam álagningin tæpum 118,5 milljörðum króna. Hækkunin nemur 2,4% á milli ára.

Hér má sjá lista yfir 30 stærstu greiðendur opinberra ásamt upphæðinni:

  1. Ríkissjóður Íslands - 9.329.183.892
  2. Arion banki - 4.842.714.938
  3. GLB Holding - 3.374.305.310
  4. Íslandsbanki - 3.167.259.712
  5. Reykjavíkurborg - 2.785.655.103
  6. Landsbankinn - 2.621.009.863
  7. Eignasafn Seðlab Ísland - 2.230.351.131
  8. HB Grandi - 2.041.494.882
  9. Samherji - 1.890.357.704
  10. Síldarvinnslan - 1.811.810.786
  11. Norðurál Grundartangi - 1.682.904.595
  12. Ísfélag Vestmannaeyja - 1.187.772.296
  13. Icelandair - 846.261.113
  14. Össur - 817.520.951
  15. Skinney-Þinganes - 776.769.424
  16. FISK-Seafood - 769.787.757
  17. Kópavogsbær - 675.323.123
  18. Vinnslustöðin - 670.901.966
  19. Akureyrarkaupstaður - 663.656.833
  20. Eskja - 655.875.945
  21. Kristinn ehf - 610.675.813
  22. Hafnarfjarðarkaupstaður - 575.957.849
  23. Rammi hf. - 558.967.382
  24. Hagar verslanir - 554.858.561
  25. Brim - 530.396.259
  26. Reykjanesbær - 511.243.437
  27. N1 - 500.092.214
  28. Tryggingamiðstöðin - 479.849.181
  29. Logos - 445.249.346
  30. Valitor - 434.201.944