Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkt kröfu SkjásEins um lögbann á að Helgi Steinar Hermannsson ráði sig til eða starfi í þjónustu 365 ? ljósvaka- og prentmiðla, eða annarra fyrirtækja í eigu sömu aðila í samkeppni við SkjáEinn, eða haldi við slíkri ráðningu, hvort heldur sem launþegi, ráðgjafi, eða sjálfstæður verktaki, eða taki á nokkurn annan hátt þátt í starfsemi slíkra fyrirtækja til 9. apríl 2006, nema um sé að ræða verkefni á erlendri grundu

Í tilkynningu SkjásEins kemur fram að þessi niðurstaða er í fullu samræmi við væntingar þeirra enda "... var það mat lögmanns SkjásEins að gögn málsins bendi ótvírætt til þess ráðning Helga sé skýlaust brot á ráðningasamningi hans við SkjáEinn og jafnframt brot á 27. grein samkeppnislaga. "

Málinu verður nú vísað til Héraðsdóms til staðfestingar.