*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 18. október 2017 16:10

Lögbann á Loga í gildi í rúmt ár

Sýslumaður hefur samþykkt lögbann á ráðningu Loga Bergmanns til Árvakurs út október 2018.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Logi Bergmann Eiðsson mun ekki geta hafið störf hjá Árvakri vegna lögbanns Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í heilt ár. Fyrrverandi vinnuveitandi segist af tillitsemi við Loga hafa farið fram á styttra lögbann en hefðu getað. Logi Bergmann var ráðinn til að sinna dagskrárgerð  á útvarpsstöðinni K100, meðal annars í samvinnu við Sjónvarp Símans, en einnig til að sitja í ritstjórn Morgunblaðsins.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá, sögðu 365 miðlar á sínum tíma að Logi hefði hvort tveggja 12 mánaða uppsagnarfrest sem og að hann væri með 12 mánaða samkeppnisákvæði til viðbótar í ráðningarsamningi sínum við Stöð 2 þar sem hann hefur starfað undanfarin ár.

Nú hefur 365 miðlar fengið samþykkta lögbann á að hann geti hafið störf hjá Árvakri að því er segir á Vísi. Þar segjast þeir af tillitsemi við Löga afmarka lögbannskröfuna til næstu 12 mánaða, ekki 24 mánuði eins og félagið segist hafa getað gert kröfu á vegna ákvæða ráðningarsamnings. Mun 365 miðlar í kjölfarið höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni eins og lög geri ráð fyrir.