Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á upptöku og ólínulega miðlun Vodafone á sjónvarpsefni SkjásEins.

Samkvæmt lögbannsbeiðninni brýtur Vodafone gegn dreifingarsamningi við Símann og miðli sjónvarpsefni SkjásEins með óleyfilegum hætti til viðskiptavina sinna. Lögbannið er sett á vegna þess að Vodafone hefur tekið upp línulega dagskrá SkjásEins og veitt aðgang að henni á ólínulegan hátt.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að innan eftirlitsstofnana hafi meðal annars verið tekist á um hvort svokölluð Tímavél Vodafone og Frelsi heyrðu til línulegrar eða ólínulegrar dagskrár. Síminn haldi því fram að sú þjónusta sé ólínuleg og undir það taki fjölmiðlanefnd.