Of algengt er að stjórnarmenn fyrirtækja kynni sér ekki lögboðna stjórnarhætti. Þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar enda fela lögboðnir stjórnarhættir í sér að við ákvarðanatöku stjórna fyrirtækja sé farið að lögum og reglum, sem og að samþykktir og ákvæði samninga séu virt svo eitthvað sé nefnt. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður og meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu.

„Skipuleg úttekt og innleiðing á lögboðnum stjórnarháttum, sem meðal annars hefur að markmiði að bæta ákvarðanatöku stjórnar, er mikilvægt skref í átt að bættum stjórnarháttum hér á landi,“ segir Helga Hlín. „Þetta stuðlar að því að stjórnarmenn geti axlað ábyrgð sína og skyldur og ekki síst skilað virðisaukandi starfskröftum sínum í stjórnun fyrirtækisins.“

Helga Hlín segir að lítil opinber umræða hafi verið um lögboðna stjórnarhætti. Það sé merkilegt, ekki síst í ljósi þess hversu mörg mál sem snúa að þessu atriði hafi verið til umfjöllunar í rannsóknarskýrslum og sum farið fyrir dómstóla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .