Guðmundur Thorlacius Ragnarsson tekur við hálfu starfi háskólakennara í lögfræði um áramót.

Guðmundur Thorlacius Ragnarsson, lögfræðingur hjá Arion banka.
Guðmundur Thorlacius Ragnarsson, lögfræðingur hjá Arion banka.

Hann lauk doktorsprófi frá Westfälische Wilhelms Universität árið 2007 og gegndi í kjölfar þess starfi lögmanns á LEX lögmannsstofu.

Hann hefur einnig starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Ríkisskattstjóra. Hann er nú sérfræðingur á lögfræðisviði Arion banka hf. og mun gegna því starfi samhliða kennslu við Háskólann á Bifröst.