Viðskiptaráð telur kapp án forsjár hafa einkennt störf Alþingis undanfarin ár og því hafi alvarleg mistök ítrekað átt sér stað í störfum þingsins. Of oft virðist vandinn vera sá að þingmenn skorti yfirsýn og átti sig ekki á afleiðingum einstakra ákvarðana. Sem dæmi um þetta nefnir ráðið ýmsar breytingar á skattkerfinu og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

„Alþingi Íslands er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og störf þess hafa haft og munu áfram hafa afgerandi áhrif á hraða endurreisnar hagkerfisins; hagvöxt, kaupmátt og bætt lífskjör. Ábyrgð þingsins er því mikil og ríður á að skipulega sé gengið til verka, málflutningur og ákvarðanir faglegar og með hagsmuni heildar að leiðarljósi. Aðeins þannig heldur þingið þeim virðingarsessi sem því er ætlað," segir í skoðun Viðskiptaráðs. 

Skoðun Viðskiptaráðs