Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið eftir leik Spánar og Íslands, sem fór 36-30 Íslendingum í vil, að hann vildi kannski ekki vera með stórar yfirlýsingar en hann væri þó afar stoltur af liðinu og árangrinum.

Liðið hefði æft gríðarlega vel og staðið einbeitt saman. Þrátt fyrir að misnota dauðafæri í hraðaupphlaupum hefðu þeir náð að halda yfirburðum og flest þau mörk sem Spánverjar skoruðu hafi verið þegar íslenska liðið var einum leikmanni færra.

Þrátt fyrir það hafi liðið staðið fyrir sínum og nefndi hann m.a. Loga Geirsson í því sambandi.

„Logi er maðurinn sem skapar eitthvað úr engu. Logi er Ódysseifur,” sagði Ólafur.

Logi skoraði 7 mörk og sama máli gegndi um Guðjón Val Sigurðsson. Á hæla þeirra koma Steinn Guðjónsson með 6 mörk og Ólafur Stefánsson með 5.

Markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar var til fyrirmyndar og varði hann 18 skot.