Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu saman í dag. Logi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Við Inga áttum gott samtal um brýn verkefni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fátækt, misskipting og veik almannaþjónusta,“ segir Logi í færslunni. Hann bætir því við að Flokkur fólksins væri opinn fyrir því að ræða stjórnarmyndun frá miðju til vinstri.

„Þetta væri óvenjulegt en ég er sannfærður um að það er rétta svarið til að koma hér á félagslegum og pólitískum stöðugleika. Saman hefðu VBSPCF 40 þingmenn en þeir væru 32 án B. Eins og sagt er í skákinni; VG á leik!“