Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, veldur vonbrigðum. Þetta segir Karl Axelsson, lögmaður Baldurs, í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Karl segir að dóminum verður áfrýjað. „Að öðru leyti munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo komnu máli,“ segir Karl.

Baldur var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fimmtudag. Hann var dæmdur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Baldur, sem sat í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika, seldi hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir um 192 milljónir króna þann 17. og 18. september.