*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 15. október 2014 14:56

Lögmannskostnaður Sigurjóns 46 milljónir

Sigurður Guðni Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar, hefur varið 2.200 vinnustundum í mál hans.

Ritstjórn
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og undirmönnum hans í bankanum stendur enn yfir. Samkvæmt ákæru eru þeir sakaðir um að hafa með kauphallarviðskiptum handstýrt verði hlutabréfa í bankanum á skipulagðan hátt.

Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, sagði í ræðu sinni nú eftir hádegi að hann hefði varið 2.200 vinnustundum í málið. Það þýði að reikningur Sigurjóns sé kominn í 46 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. 

Sigurjón hefur frá upphafi lýst yfir sakleysi sínu og krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu.