Lögmannsstofur og efnahagsráðgjafar í Bandaríkjunum sjá fram á gósentíð í starfsemi sinni verði Detroit borg úrskuðuð gjaldþrota. Mikið er í húfi fyrir kröfuhafa og lífeyrisþega borgarinnar og gert ráð fyrir því að margir leiti réttar síns með aðstoð lögmanna. Skuldabréfaeign Detroit nemur 8 milljörðum dollara og hafa margir nú þegar leitað aðstoða lögmanna hvernig og hvort eitthvað fáist upp í kröfur af því er fram kemur í frétt Reuters.

Á fimmtudaginn óskaði Detroit borg í Michigan ríki eftir því að verða úrskurðuð gjaldþrota. Talið er víst að beiðnin eigi eftir að velkjast um í réttarkerfinu í talsverðan tíma. Um er að ræða stærsta borgargjaldþrot í bandarískri sögu. Neyðarstjóri, sem sérhæfir sig í aðgerðastjórnun og gjaldþrotum, var skipaður yfir borginni í mars og ef orðið verður að ósk hans um gjaldþrotsúrskurð verður hægt að selja eignir borgarinnar upp í skuldir. Skuldir Detroit nema yfir 18 milljörðum dollara, rúmum 2000 miljörðum króna.