Svo virðist sem nokkur fjöldi lögmanna hafi augastað á að sækja um embætti dómara sem koma til með að losna á næstu árum. Nokkuð sterka vísbendingu þess efnis mátti sjá þegar listi yfir umsækjendur um tvær lausar stöður í nýstofnuðum endurupptökudómi var kunngjörður. Endurupptökudómur telst dómstóll og leysir af hólmi hina sálugu endurupptökunefnd.

Af sautján umsækjendum komu þrettán úr stétt lögmanna og auðvelt að gera því skóna að þar búi að baki markmið um að bæta reynslu af dómstörfum í sarpinn fyrir umsóknir til nefndarinnar.

Dómsmálaráðherra hefur ekki ákveðið enn hvaða tveir umsækjendur skuli hljóta skipun í embættin, þá hvorki embættin tvö í Hæstarétt né endurupptökudóm. Ríkisstjórnin fundar á þriðjudag og er mögulegt að ákvörðun liggi fyrir á þeim fundi. Taki ráðherrann aftur á móti þá ákvörðun að reyna að endurmeta mat nefndarinnar, svo sem heimilt er, er viðbúið að ákvörðun geti dregist eilítið lengur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .