Lögmannafélag Íslands hefur áhuga á að kaupa Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Félagið hefur lýst yfir vilja til þess að ræða möguleg kaup við innanríkisráðuneytið.

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að Hegningarhúsið gæti nýst undir starfsemi félagsins og hugsanlega safnatengda starfsemi. Hann bendir á að húsið hafi verið í notkun hjá réttarkerfinu alla tíð og tíma.

"Við lítum nú svo á að Lögmannafélagið sé hluti af því, og okkur fannst þess vegna við hæfi að það gæti verið svoleiðis áfram,“ segir Reimar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Laust húsnæði á gamla varnarsvæðinu klárast bráðum.
  • Hlutabréfamarkaðurinn er að þjappast saman.
  • Costco hefur víðtæk og veruleg áhrif.
  • Velta í ferðaþjónustu hefur farið aukandi að sögn Þorsteins Arnar Guðmundssonar.
  • Tengsl íslenska hlutabréfamarkaðarins við umheiminn hafa aukist.
  • Almenna leigufélagið telur sig ekki munu hækka leiguverð með kaupunum á Kletti.
  • Viðtal við myndlistakonuna Elínu Hansdóttur.
  • Andstaða er við að frumvarp um LÍN verði tekið til umræðu á morgun.
  • Skiptum er lokið á þrotabúi Ský ehf.
  • Svipmynd af Guðrún Ragnarsdóttur sem er nýskipaður stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins..
  • Dr. Friðrik Larsen lektor við HÍ og fráfarandi stjórnarformann ÍMARK ræðir markaðssetningu á orkufyrirtækjum.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um sómakennd Guðna Th.
  • Óðinn fjallar um brotalamir í fræðasamfélaginu..