LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig þremur löglærðum fulltrúum. Fulltrúarnir eru ráðnir til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni. Tveir þeirra eru ráðnir á skrifstofuna í Reykjavík og einn á skrifstofuna í London .

Hrafnhildur Sæberg Þorsteinsdóttir hóf störf hjá LOGOS á ný í mars sl. en hún starfaði sem fulltrúi hjá LOGOS á árunum 2010-2013 og einnig áður sem laganemi. Á árunum 2013-2018 starfaði Hrafnhildur hjá Seðlabanka Íslands. Hrafnhildur er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og LL.M . gráðu í alþjóðlegum félaga- og viðskiptarétti frá King's College í London . Hrafnhildur útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Eiginmaður Hrafnhildar er Reynir Bjarni Egilsson, framkvæmdastjóri hjá Valitor .

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir hóf störf hjá LOGOS í júní sl. þegar hún flutti heim til Íslands eftir tíu ára dvöl erlendis, síðast í Þrándheimi í Noregi. Þar sinnti hún fjarvinnu í tengslum við eigin rekstur og stundaði fjarnám í verðbréfamiðlun . Um tíma starfaði hún einnig hjá lögmannsstofunni Bjerkan Stav Advokatfirma Trondheim . Jóna útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2018. Eiginmaður Jónu er Hólmar Örn Eyjólfsson, knattspyrnumaður.

Stephen McNeill hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í London í byrjun árs 2021 og var í kjölfarið gerður að verkefnastjóra. Hann er skráður lögmaður hjá The Law Society of England & Wales . Stephen er með BA gráðu í hagfræði frá University of Newcastle Upon Tyne og meistaragráðu í lögfræði frá City University London . Hann starfaði áður hjá tveimur af virtustu alþjóðlegu lögmannsstofunum í London . Fyrst hjá Milbank , Tweed , Hadley & McCloy LLP og síðar Orrick , Herrington & Sutcliffe LLP . Eiginkona Stephen er Vaida McNeill .