Lögreglan hóf skothríð á mótmælendur í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Mikill mannfjöldi safnaðist í miðborginni og að minnsta kosti einn mótmælenda er látinn.  Þetta kemur fram á vef CNBC.

Þúsundir mótmælenda reyndu að brjóta sér leið inn í innanríkisráðuneytið sem er staðsett í hjarta borgarinnar. Krefjast þeir þess að Hosni Mubarak forseti landsins segi af sér embætti.

Sjónarvottar eru ekki á einu máli um hvort lögregla skaut gúmmíkúlum í dag eða notaðist við venjuleg skothylki.

Myndbandið að neðan var tekið í Kaíró í gær. Eins og sjá má var safnaðist mikill mannfjöldi saman og beitti lögregla táragasi.

Leiðtogar heimsins sem staddir eru í Davos lýstu í dag yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í Egyptalandi. Óeirðirnar ollu mestu lækkunum á einum degi á hlutabréfum á Wall Street í gær í sex mánuði.