Meira en 60% allra stofnfjárbréfa sem komu út á óskráðan markað með stofnfjárbréf í Spron, í viðskiptaglugganum skömmu eftir að ákvörðun var tekin um að skrá sjóðinn á hlutabréfamarkað, komu frá stjórnarmönnum, starfsmönnum og mökum þeirra, þ.e. innherjum.

Þetta sýna nákvæm gögn yfir stofnfjáreigendur og viðskipti með stofnfjárhluti í júlí og ágúst 2008, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Þar vega þyngst viðskipti Gunnars Þórs Gíslasonar, og félags hans Sundagarða, upp á tæplega 200 milljónir króna að nafnvirði. Það jafngilti um tveimur milljörðum að markaðsvirði.

Þá seldu stjórnarmennirnir Hildur Petersen, sem var formaður stjórnar, og Ásgeir Baldurs á bilinu 5 til 6 milljónir að nafnvirði auk þess sem a.m.k. fimm starfsmenn Spron og makar þeirra gerða það einnig. Þar eru stærst viðskipti Áslaugar Bjargar Viggósdóttur, eiginkonu Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra Spron. Hún seldi fyrir ríflega 10 milljónir að nafnvirði á þessum tíma.

Þá seldi Halldór Kolbeinsson, eiginmaður Hildar Petersen, einnig hluti fyrir 1,5 milljónir að nafnvirði.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .