Lögreglumaðurinn sem er grunaður um að hafa flett upp í og deilt persónuupplýsingum úr LÖKE kerfi lögreglunnar hefur verið ákærður. Upphaflega voru þrír handteknir vegna aðkomu sinnar að málinu, en meðal lögreglumannsins voru lögfræðingur og starfsmaður símafyrirtækisins NOVA. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Í upphafi málsins var lögreglumanninum vikið úr starfi vegna rannsóknarinnar. Vegna þess að einn sakborninga í málinu er lögreglumaður var það embætti Ríkissaksóknara sem fór með rannsókn þess.

Málið er á dagskrá í héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. ágúst, þar sem það verður þingfest.