Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi segir að fjármála- og efnahagsráðherra sé heimilt að selja Hverfisgötu 113 og kaupa eða leigja hentugra húsnæði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. Einnig hefur ráðherra heimild til að selja til að selja Austurstræti 19 og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fasteignamat Austurstrætis 19 (Lækjartorgi 1) er tæpar 926 milljónir króna. Fasteignamat lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu 113 til 115 er ríflega 969 milljónir.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir mjög ánægjulegt að þessi heimild sé komin inn.

„Við höfum verið að skoða það í svolítinn tíma hvernig við getum aukið hagkvæmni í ríkisrekstri meðal annars með því að samnýta ákveðna þætti með Ríkislögreglustjóra og minnka tvíverknað," segir Sigríður Björk og bætir við að nú sé að fara í gang svokölluð valkostagreining.“

Hún segir að heimild ráðherra til að selja Hverfisgötu 113 sé merki um að það sé eitthvað að fara að gerast í þessum málum. „Þetta sýnir að það er vilji til að gera eitthvað en hvort það gerist á næsta ári eða seinna veit ég ekki."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um stórafmæli verslunarinnar Ástundar.
  • Kröftugur hagvöxtur það sem af er ári.
  • Farið í saumana á útsvarsmálum sveitarfélaganna.
  • Hvaða sjóður skilaði hæstu ávöxtuninni?
  • Fjármálastjórar eru svartsýnni á tekjuaukningu en þeir voru fyrr á árinu.
  • Nýjasta lausn CreditInfo sem hjálpar meðal annars við að kanna eignarfléttur.
  • Áfengisheildsalar á Íslandi furða sig á hræsni hins opinbera.
  • Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
  • Ítarlegt viðtal við Michael Nevin, sem tók nýlega við sem sendiherra Bretlands á Íslandi.
  • Umfjöllun um snjallgræjur.
  • Oddur Sturluson, tengiliður Lemonsqueeze, tekinn tali um möguleika íslenskra fyrirtæki við að komast inn á Bandaríkjamarkað.
  • Rætt er við Orra Frey Rúnarsson, sem var nýlega ráðinn til Tjarnargötunnar.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um stöðu ríkissjóðs.
  • Óðinn skrifar um kennara.