Natalie Sojka, einn af hluthöfum bandaríska fyrirtækisins WeWork, hefur höfðað dómsmál gegn fyrirtækinu. Er málsóknin tilkomin vegna 1,7 milljarða dollara greiðslu Softbank til Adam Neumann, stofnanda og fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Umrædd greiðsla var partur af björgunarpakka frá japanska fjárfestingabankanum. BBC greinir frá þessu.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um þá er saga fyrrum forstjórans ansi litrík . Hann hröklaðist úr starfi forstjóra eftir að hver skandallinn rak annan og er honum að mörgu leyti kennt um vandræði fyrirtækisins.

Ofangreindur hluthafi telur greiðsluna til Neumann vera „óviðeigandi“ og segir Neumann og Softbank hafa misnotað aðstöðu sína með því að nýta meirihlutaeigu sína í fyrirtækinu til þess að ganga frá samningnum, á kostnað smærri hluthafa. WeWork hafnar þessum ásökunum og segir þær með öllu innistæðulausar.