Facebook á yfir höfði sér hópmálsókn vegna ásakana um að fyrirtækið fylgist með einkaskilaboðum notenda.

Fyrirtækið er sakað um að fylgjast sérstaklega með því þegar hlekkir eru sendir í einkaskilaboðum. Þannig fylgist fyrirtækið með netnotkun notenda Facebook. Þessum upplýsingum sé síðan deilt með auglýsendum og öðrum markaðsmönnum.

Stjórnendur Facebook segja að þessar ásakanir séu tilhæfurlausar með öllu. „Við munum verjast þessum ásökunum af fullum þunga,“ er haft eftir stjórnendum Facebook á vef BBC.