*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 16. maí 2012 14:16

Lögsækja JPMorgan Chase

Hluthafar í bandaríska bankanum JPMorgan Chase hafa kært Jamie Dimon, forstjóra bankans, fyrir of áhættusamar ákvarðanir.

Ritstjórn

Hluthafar í bandaríska bankanum JPMorgan Chase hafa kært bæði Jamie Dimon, forstjóra bankans, og bankann sjálfan vegna 2 milljarða dollara taps síðustu viku. Hluthafarnir segja of áhættusamar ákvarðanir hafi verið teknar sem svo hafi leitt til tapsins í síðustu viku. 

Tapið var vegna óhagstæðra viðskipta með fyrirtækjaskuldabréf og sögðu þrír stjórnendur á áhættustýringarsviði bankans upp störfum í kjölfarið.

Í gær greindu fjölmiðlar frá því að stjórn bankans hefði samþykkt að greiða forstjóranum Jamie Dimon 23 milljóna dollara launagreiðslur. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd í fjölmiðlum og meðal hluthafa í ljósi þessa umfangsmikla taps í síðustu viku.

Nú bætist því lögsóknin á langan hala stórra mála sem þessi stærsti banki Bandaríkjunum hefur þurft að takast á við á síðastliðinni viku.

Stikkorð: JPMorgan Chase
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is