Tveir stórir lífeyrissjóðir sem eru hluthafar í veffyrirtækinu Yahoo hafa ákveðið að stefna stjórn fyrirtækisins, að því er kemur fram hjá Dow Jones. Stefnendurnir halda því fram að að stjórn fyrirtækisins hafi ekki tekið ákvarðanir með þeim hætti að hagur hluthafa hafi verið hámarkaður.

Stjórn Yahoo er sögð hafa staðið sig illa í samningaviðræðum við Microsoft um fyrirhugaða yfirtöku upp á 44.6 milljarða dollara. Í stefnunni segir að tilboð Microsoft upp á 31 dollara á hlut hafi verið 62% yfir dagslokagengi bréfa félagins deginum áður, og þar af leiðandi ásættanlegt. Stefnendur telja stjórn Yahoo ekki stætt á því að neita einfaldlega öllum tilboðum frá Microsoft og koma þannig í veg fyrir fjárhagslegan ávinning hluthafa.