55 lóðir eru nú seldar í Tjarnabyggð í Árborg en þar er boðið upp á eins hektara lóðir með möguleikum til húsdýrahalds, ræktunar og atvinnustarfssemi að því er segir á fréttavefnum sudurland.is.

Lóðirnar sem eru á fjórða hundrað eru skipulagðar í 6 lóða klösum og mögulegt að kaupa samliggjandi lóðir og fá þannig stærra land en einn hektara. Sala hófst fyrr í þessum mánuði.